Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. mars 2018 12:44
Elvar Geir Magnússon
Mark Hughes mættur á skrifstofu Southampton
Allt bendir til þess að Hughes verði næsti stjóri hjá Dýrlingunum.
Allt bendir til þess að Hughes verði næsti stjóri hjá Dýrlingunum.
Mynd: Getty Images
Mark Hughes er nálægt því að verða næsti stjóri Southampton. Hann er fyrsti kostur félagsins eftir að Mauricio Pellegrino var rekinn í gærkvöldi.

Mirror segir að Hughes sé mættur á skrifstofu Southampton og líklegt að hann verði kynntur sem næsti stjóri á næsta sólarhring.

Hughes er 54 ára en hann spilaði fyrir Southampton milli 1998 og 2000. Reiknað er með því að tryggir aðstoðarmenn hans í gegnum árin, Mark Bowen og Eddie Niedzwiecki, fylgi honum til Southampton.

Næsti leikur liðsins verður gegn Wigan í 8-liða úrslitum enska bikarsins á sunnudaginn. Svo verður leikið gegn West Ham þann 31. mars en Southampton hefur átta umferðir til að halda sér í deildinni.

Dýrlingarnir eru aðeins stigi fyrir ofan fallsæti.

Pellegrino þurfti að taka pokann sinn eftir að ná aðeins að landa einum sigri í síðustu sautján leikjum. Southampton vildi stjóra með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.

Southampton yrði sjötta félagið í ensku úrvalsdeildinni sem Hughes myndi stýra. Hann er fyrrum stjóri Blackburn, Manchester City, Fulham, Queens Park Rangers og Stoke.

Hann stýrði Stoke í níunda sæti ensku deildarinnar þrjú tímabil í röð áður en liðið hafnaði í 13. sæti í fyrra. Þá fékk hann hrós fyrir að gera leikstíl Stoke áhorfendavænni.

Matt Le Tissier, Southampton goðsögn, segir að það eigi að vera forgangsatriði að bæta leikstíl liðsins.

„Það þarf að gera liðið sóknarsinnaðra og beinskeyttra. Það hefur verið of mikið um að halda boltanum án þess að ógna andstæðingnum. Það þarf að spila með tvo frammi, allt tímabilið hefur liðið bara leikið með einn fremstan og það hafa ekki skapast nægilega mörg færi til að vinna fótboltaleiki," segir Le Tissier.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner