þri 13. mars 2018 21:15
Hrafnkell Már Gunnarsson
Pabbi Neymar: Sonur minn á framtíð hjá PSG
Mynd: Getty Images
Faðir og umboðsmaður Neymar segir framtíð sonar síns vera hjá PSG.

Neymar, sem varð dýrasti fótboltamaður sögunnar síðasta sumar þegar PSG borgaði tæpar 200 milljónir punda fyrir hann.

Þrátt fyrir að vera á sínu fyrsta tímabili í Frakklandi hefur Brasilíumaðurinn verið orðaður við Real Madrid og endurkomu til Barcelona.

Faðir Neymar blæs nú á þessar sögusagnir og segir son sinn eiga heima hjá PSG.

„Sonur minn er aðeins að hugsa um að spila fyrir PSG. Framtíð hans er hér, hann er mjög hamingjusamur og hungraður að gera góða hluti fyrir félagið. Neymar getur ekki beðið eftir að koma til baka úr þessum meiðslum og spila fyrir PSG, sagði pabbi Neymar.

Neymar gekkst undir aðgerð í Belo Horizonte fyrr í mánuðinum eftir að hann braut bein í rist í 3-0 sigri gegn Marseille.

„Við erum að gera allt í okkar valdi til að sjá Neymar spila sem fyrst. Við vonumst að sjá hann spila í deildinni og bikarnum áður en tímabilinu líkur, sagði pabbi Neymar að lokum.

Neymar hefur skorað 28 mörk í síðustu 30 leikjum með PSG á þessu tímabili. Þar á meðal sex mörk í Meistaradeildinni í aðeins sjö leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner