Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   fös 13. maí 2016 13:30
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars: Vonandi mínir síðustu leikir í stúkunni
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Þriðju umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld þegar Breiðablik tekur á móti Víkingi Reykjavík klukkan 20 á Kópavogsvelli. Blikar eru með þrjú stig en Víkingar eitt.

Arnar Grétarsson, þjálfari Kópavogsliðsins, hefur lokið afplánun leikbanns og verður á hliðarlínunni í kvöld.

„Það hefur verið erfitt þessa fyrstu tvo leiki að horfa á úr stúkunni. Maður vill nálægðina, geta verið með strákunum frá upphafi til enda leiks. Vonandi voru þetta mínir síðustu leikir í stúkunni," segir Arnar.

„Víkingar hafa verið að spila virkilega vel þó þeir séu aðeins með eitt stig. Það er alltaf meiri pressa að ná fyrsta sigrinum eftir því sem maður fer lengra inn í mót. Að sama skapi viljum við taka þátt í að vera í efri endanum og á von á hörkuleik."

Sóknarmaðurinn Jonathan Glenn kemur einnig úr leikbanni. Byrjar hann í kvöld?

„Það kemur í ljós. Það er ekki kjörstaða að vera í banni, það vilja allir spila. Hann styrkir hópinn og það styrkir okkur að fá hann aftur."

Leikurinn í kvöld er á sérstökum tíma fyrir Pepsi-deildina, klukkan 20 á föstudagskvöldi.

„Ég vona að það verði góð mæting. Það hefur verið talað um hvort það eigi að nota föstudaga fyrir efstu deild. Ég vona innilega að við verðum með fulla stúku," segir Arnar en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner