Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. júní 2018 11:25
Ívan Guðjón Baldursson
Hierro tekinn við Spáni (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Fernando Hierro mun stýra spænska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í sumar. Albert Celades verður honum til halds og trausts.

Hierro starfar þegar fyrir landsliðið sem yfirmaður knattspyrnumála og er Celades þjálfari U21 árs landsliðsins.

Báðir voru þeir atvinnumenn í knattspyrnu og léku saman í þrjú ár hjá Real Madrid.

Hierro er goðsögn á Spáni eftir að hafa skorað 29 mörk í 89 landsleikjum. Hann var lengi vel fyrirliði landsliðsins.

Celades hefur verið við stjórnvölinn hjá U21 síðan 2014.




Athugasemdir
banner
banner
banner