mið 13. júní 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Lars horfir á HM í sumarbústað sínum
Icelandair
Roland Andersson og Lars Lagerback á EM í Frakklandi.
Roland Andersson og Lars Lagerback á EM í Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, ætlar að fylgjast með HM í Rússlandi í sjónvarpi í sumarbústað sínum í Svíþjóð.

„Ég talaði við hann (Lars) fyrir nokkrum dögum. Hann ætlar í sumarbústað sinn í norður Svíþjóð. Ég hugsa að hann horfi á alla leikina á mótinu," sagði Roland Andersson, njósnari hjá íslenska landsliðinu, í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Roland hefur starfað með íslenska landsliðinu síðan árið 2012 en hann var ráðinn fyrir tilstuðlan Lars.

„Við tölum örugglega af og til saman á næstunni. Við höfum alltaf gert það í gegnum árin. Við hittumst stundum með fjölskyldum okkar og hringjum í hvorn annan í hverri viku. Við erum í góðu sambandi."

Hér að neðan má horfa á viðtalið við Roland í heild.
Roland í 5. skipti á HM - 100% viss á að Ísland geti farið áfram
Athugasemdir
banner