banner
   mið 13. júní 2018 22:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lýsir því þegar Rasmus fótbrotnaði - „Sá löppina hanga"
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það átti sér stað óhugnalegt atvik eftir um hálftíma í leik ÍBV og Vals í Pepsi-deild karla í kvöld.

Danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen þurfti að fara meiddur af velli, fótbrotinn.

„NEI NEI NEI. Þetta er ömurlegt!!! Boltinn skoppar inn í teig Valsmanna og fór Siggi Ben í tæklingu en var allt of seinn og fór harkalega í Rasmus. Siggi spratt upp og kallaði á aðstoð og Rasmus liggur eftir. Leikmenn gengu skelkaðir í burtu og svo virðist sem Rasmus sé fótbrotinn!" skrifaði Daníel Geir Moritz, okkar maður á vellinum í beinni textalýsingu.

Þeir sem voru nálægt Rasmus er þetta gerðist var skiljanlega mjög brugðið en Eiður Aron Sigurbjörnsson, félagi Rasmus í vörn Vals, lýsir því hvað gerðist í samtali við Morgunblaðið í kvöld. Vitnisburður Eiðs er ekki fyrir viðkvæma.

„Það heyrðist smell­ur um all­an völl, þetta var ekki fal­legt. Löpp­in leit mjög illa út. Ég var tveim­ur metr­um frá því þar sem þetta ger­ist og ég sé löpp­ina hanga, þá forðaði ég mér," segir Eiður.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í viðtali eftir leikinn að Valsmenn hefðu unnið leikinn fyrir Rasmus.

„Ég veit ekkert. Hann var bara sendur suður með flugvél og hann er illa farinn. Þetta var ógeðslegt en þetta gerist stundum í fótbolta. Ásetningurinn er enginn, þetta er algjört óviljaverk og því miður þá gerist þetta og er þetta partur af leiknum. En Rasmus kemur sterkur til baka. Við töluðum um það í hálfleik að fara út í seinni hálfleikinn og vinna hann fyrir Rasmus!"

Viðtalið er í heild sinni hér að neðan en við sendum batakveðjur á Rasmus, vonandi kemur hann sterkari til baka.
Óli Jó: Vildum vinna leikinn fyrir Rasmus
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner