mið 13. júní 2018 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Ljótt fótbrot setti dökkan blett á sigur Vals
Kristinn Freyr skoraði sigurmark Valsara.
Kristinn Freyr skoraði sigurmark Valsara.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
ÍBV 0 - 1 Valur
0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson ('51 )
Lestu nánar um leikinn

Valur hafði betur gegn ÍBV þegar liðin mættust í Pepsi-deild karla í Vestmannaeyjum í kvöld.

Það var aðeins eitt mark skorað í Vestmannaeyjum í dag en það gerði Kristinn Freyr Sigurðsson á 51. míníutu leiksins. Kristinn fékk góða sendingu frá Andra Adolphssyni og klobbaði markvörð ÍBV, Halldór Pál Geirsson .

Rasmus fótbrotnaði
Það var ekki skorað neitt eftir mark Kristins en þessa leik verður líklega ekki minnst fyrir fótboltann heldur ljótt atvik sem átti sér stað í fyrri hálfleiknum. Rasmus Christiansen, varnarmaður Vals, fór af vellinum í sjúkrabíl og virðist sem svo að hann hafi fótbrotnað.

„NEI NEI NEI. Þetta er ömurlegt!!! Boltinn skoppar inn í teig Valsmanna og fór Siggi Ben í tæklingu en var allt of seinn og fór harkalega í Rasmus. Siggi spratt upp og kallaði á aðstoð og Rasmus liggur eftir. Leikmenn gengu skelkaðir í burtu og svo virðist sem Rasmus sé fótbrotinn!" skrifaði Daníel Geir Moritz, okkar maður á vellinum, beinni textalýsingu

Við sendum batakveðjur á Rasmus, en Valsmenn eru áfram á toppi deildarinnar eftir þennan sigur með 18 stig úr níu leikjum. ÍBV er í fallsæti, í 11. sæti með átta stig.

Leikur Breiðabliks og Fylkis hófst klukkan 19:15. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner