mið 13. júní 2018 08:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Rashford æfir ekki með Englandi í dag
Rashford fékk létt högg en verður tilbúinn fyrir fyrsta leik
Rashford fékk létt högg en verður tilbúinn fyrir fyrsta leik
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands hefur tilkynnt að Marcus Rashford hafi fengið vægt högg á síðustu æfingu Englands áður en haldið var til Rússlands.

Englendingar lentu í Rússlandi í gær.

Rashford var valinn maður leiksins í síðasta vináttuleik Englands fyrir HM, gegn Kosta Ríka.

Southgate segir hins vegar að meiðslin eru ekki alvarleg og staða Rashford í landsliðshópnum sé ekki í neinni hættu. Leikmaðurinn mun þó ekki æfa með enska liðinu í dag.

Fyrsti leikur Englands verður gegn Túnis á mánudag en Belgar og Panama eru einnig í riðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner