Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 13. júlí 2017 12:33
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu markið: Lacazette ekki lengi að skora fyrir Arsenal
Alexandre Lacazette fagnar markinu.
Alexandre Lacazette fagnar markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Alexandre Lacazette skoraði í fyrsta leik sínum í treyju Arsenal en liðið vann 2-0 sigur gegn Sydney í æfingaleik í Ástralíu.

Lacazette var keyptur á 52 milljónir punda og kom inn sem varamaður á 68. mínútu. Fimmtán mínútum síðar hafði hann komið boltanum í netið.

Markið má sjá hér að neðan.

Per Mertesacker hafði skorað fyrra markið á 4. mínútu en á 68. mínútu gerði Arsene Wenger tíu breytingar og leyfði öllum að spila.

Mörk Arsenal hefðu vel getað orðið fleiri. Andrew Redmayne í marki Sydney átti stórleik og varði meðal annars vítaspyrnu Danny Welbeck.

Ungir leikmenn vöktu athygli hjá Arsenal í leiknum, þar á meðal hinn sautján ára Reiss Nelson. Hann er vængmaður að upplagi en lék sem vængbakvörður og ógnaði stöðugt með hraða sínum og leikni.

Wenger ætlar greinilega að notast áfram við 3-4-2-1 miðað við þennan leik.


Athugasemdir
banner
banner