Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 13. september 2015 19:32
Arnar Ingi Ingason
Fossvogi
Addi Grétars: Eins og að vinna í Eurolotto að taka titilinn núna
Arnar var að vonum vonsvikinn eftir leikinn
Arnar var að vonum vonsvikinn eftir leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þegar þú færð á þig mark á lokamínútum leiksins þá eru það náttúrulega vonbrigði, líka í þeirri stöðu sem við erum, að keppa um eitthvað. Að halda mótinu kannski smá spennandi í lokin er búið. Þetta er svekkjandi, svolítið eins og að fá kjaftshögg í blálokin“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir jafntefli sinna manna á Víkingsvelli í Pepsi-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Breiðablik

„Við fáum á okkur eitt eða tvö færi á okkur í fyrri hálfleik og svo komu hérna nokkur í seinni hálfleik. Svo náttúrulega gáfum við þeim fyrra markið. Jöfnunarmarkið er bara aukaspyrna inn í og ég sá ekki hvort boltinn fór í hendina á honum eða ekki. Það svolítið þannig að þú fáir kjaftshögg í andlitið á hvaða máta fyrra markið kom. Það er erfitt að koma til baka eftir það. Víkingur er bara með gott lið“

Arnar er nokkuð viss um að draumurinn um titil sé úti.

„Ég held það. Það er svona eins og að vinna Eurolotto ef við ætlum að fara að taka titilinn núna. Að vera 8 stigum á eftir FH og 3 leikir eftir, á meðan það er fræðilegur möguleiki þá höldum við áfram, en það er nokkurn veginn hægt að óska þeim (FH-ingum) til hamingju.“

„Ég er búinn að vera mjög sáttur með spilamennskuna heilt yfir (á tímabilinu) en auðvitað er þetta svolítið blóðugt svona eins og í kvöld. En það er hægt að líta til baka, það geta hin liðin líka gert en það er ekkert hægt að hugsa um það. Við höfum fengið lítið af mörkum á okkur og verið að spila mjög fínan fótbolta.“

„Nú eru 3 leikir eftir og markmiðið er að klára þetta með sæmd og að enda eins ofarlega og við getum. Eins og staðan er í dag erum við í öðru sæti og við viljum helst vera þar, ekki fara neðar.“
Athugasemdir
banner
banner