mið 13. september 2017 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Augnablik kláraði Álftanes og fer upp
Mynd: Augnablik
Álftanes 0 - 3 Augnablik
0-1 Kári Ársælsson ('12)
0-2 Hjörvar Hermannsson ('45)
0-3 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('87)

Augnablik mun spila í 3. deild karla að ári eftir öruggan sigur á Álftanesi í undanúrslitum 4. deildar karla í kvöld.

Seinni leikirnir í undanúrslitaeinvígunum tveimur eru spilaðir í dag. Sigurvegararnir í þessum einvígum fara upp um deild.

Leikur Álftanes og Augnabliks var að klárast. Fyrri leikurinn í Fagralundi endaði með 2-2 jafntefli, en Álftanes komst þar yfir í 2-0. Álftanes var í góðri stöðu fyrir leikinn í kvöld.

Þeim tókst þó ekki að nýta sér þessa góðu stöðu. Kári Ársælsson kom Augnabliki yfir og Hjörvar Hermansson bætti við áður en fyrri hálfleikurinn kláraðist. Reynsluboltinn Hjörtur Júlíus Hjartarson gerði síðan út um einvígið með þriðja markinu undir lok leiksins.

Augnablik fer upp, en síðar í kvöld kemur í ljós hvort það verður KH eða Kórdrengir sem fara með.

Seinni leikurinn í því einvígi er í beinni textalýsingu hjá okkur.

KH - Kórdrengir (bein textalýsing)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner