mið 13. september 2017 21:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: KH upp í 3. deild með Augnabliki
Mynd: Raggi Óla
KH 1 - 1 Kórdrengir
0-1 Eyþór Helgi Birgisson ('4)
1-1 Alexander Lúðvígsson ('39)
Lestu nánar um leikinn

Það eru KH og Augnablik sem fara upp úr 4. deildinni þetta tímabilið. Það er hægt að setja (Staðfest) á það!

Augnablik tryggði sig upp um deild með sigri á Álftanesi fyrr í kvöld og núna var að klárast leikur KH og Kórdrengja að Hlíðarenda.

KH vann fyrri leikinn 1-0, en þeir lentu snemma undir í kvöld. Eyþór Helgi Birgisson kom Kórdrengjum yfir eftir aðeins fjórar mínútur.

Gestirnir náðu ekki að halda forystunni fram að leikhléi því Alexander Lúðvígsson jafnaði fyrir KH, 1-1, stuttu fyrir hálfleik.

Hvorugt liðið náði að skora í seinni hálfleiknum og lokatölur urðu 1-1. KH vann einvígið samanlagt 2-1.

„KH FER UPP Í 3. DEILD (STAÐFEST) - Til hamingju með það! Kórdrengir áttu fantaflott fyrsta tímabil á Íslandsmótinu en verða að sætta sig við að vera áfram í 4. deildinni á næsta tímabili," sagði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net að leik loknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner