mið 13. september 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heskey hefur ekki náð sambandi við fjölskyldu sína
Mynd: Getty Images
Emile Heskey, fyrrum sóknarmaður enska landsliðsins, Liverpool og fleiri liða, óttast að fjölskylda sín á eyjunni Barbúda hafi látist eftir að fellibylurinn Irma gekk þar yfir.

Meira en 90% bygginga á eyjunni Barbúda á mörkum Karíba- og Atlantshafs eyðilögðust þegar fellibylurinn Irma gekk þar á land í síðustu viku.

Faðir og móðir Heskey komust í öruggt skjól, en ekkert hefur heyrst í fjölskyldu móður hans eftir að fellibylurinn gekk yfir á Barbúda.

„Móðir mín hefur ekki náð sambandi við þau," sagði Heskey.

„Það er allt horfið," sagði Heskey enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner