Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. september 2017 08:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Hodgson mun fá eina milljón punda ef hann heldur Palace uppi
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson var ráðinn knattspyrnustjóri Crystal Palace í gær en hann tók við liðinu af Hollendingnum Frank de Boer, sem var rekinn á mánudag.

Hinn sjötugi Hodgson, sem síðast þjálfaði enska landsliðið, skrifaði undir tveggja ára samning við Palace. Hodgson er sagður frá í kringum 2.5 milljónir punda fyrir samninginn.

Ekki nóg með það þá er talið að Hodgson fái bónusgreiðslu upp á eina milljón punda ef hann heldur Palace í ensku úrvalsdeildinni.

Það er ljóst að Hodgson á erfitt verkefni fyrir höndum en Palace hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum í deildinni og ekki einu sinni tekist að skora mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner