Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. september 2017 21:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Þýðir ekki að vera pirraður yfir þessu
Mynd: Getty Images
„Við spiluðum eins og sigurlið í 85-86 mínútur," sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 2-2 jafntefli gegn Sevilla í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

„Við spiluðum vel á móti liði sem spilar vel. Við höfðum svör við öllu nema mörkunum sem þeir skoruðu."

„Við vitum að við verðum að bæta okkur, en við getum unnið úr þessari frammistöðu. Við fáum jafntefli, þetta er ekki góð tilfinning en ég er sáttur með stóran hluta frammistöðunnar."

Klopp segir að það þýði ekki að vera pirraður.

„Það þýðir ekki að vera pirraður yfir þessu, við tökum stigið. Þetta er ekki það sem við vildum og ekki það sem við áttum skilið úr leiknum, en við verðum að taka þessu," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner