Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. september 2017 05:55
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - Liverpool tekur á móti Sevilla
Ríkjandi meistararnir í Real Madrid eru í eldlínunni í kvöld
Ríkjandi meistararnir í Real Madrid eru í eldlínunni í kvöld
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu heldur áfram í kvöld.

Liverpool mætir aftur eftir fjarveru í deild þeirra bestu og fær spænska liðið Sevilla í heimsókn á Anfield.

Pep Guardiola og félagar í Manchester City fara til Rotterdam og heimsækja hollensku meistarana í Feyenoord.

Stærsti leikur kvöldsins er líklega viðureign Tottenham og Dortmund á Wembley. Tottenham hefur gengið illa að vinna leiki á Wembley og eru staðráðnir í að reyna að bæta árangur sinn þar.

Þá snýr Cristiano Ronaldo aftur í lið ríkjandi meistarana í Real Madrid en hann hefur verið í banni í deildinni heima fyrir. Þeir fá APOEL Nicosia í heimsókn.

E-riðill
18:45 Liverpool - Sevilla (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Maribor - Spartak Moskva

F-riðill
18:45 Feyenoord - Manchester City (Stöð 2 Sport 4)
18:45 Shakhtar Donetsk - Napoli

G-riðill
18:45 FC Porto - Besiktas
18:45 RB Leipzig - Mónakó

H-riðill
18:45 Tottenham - Dortmund (Stöð 2 Sport 3)
18:45 Real Madrid - APOEL Nicosia (Stöð 2 Sport 5)
Athugasemdir
banner
banner