banner
   mið 13. september 2017 16:30
Elvar Geir Magnússon
Ribery sá eini sem fékk sér ekki bjór
Skál!
Skál!
Mynd: Bayern München
Lið Bayern München fagnaði 3-0 sigrinum gegn Anderlecht með því að lyfta glösum, fá sér bjór og klæðast „lederhosens" að þýskum sið.

Liðið mætti í myndatöku þar sem allir nema Franck Ribery voru með bjórglas í hendinni.

Ribery er múslimi og var ekki með bjór af trúarlegum ástæðum, það stöðvaði hann þó ekki í því að gleðjast með liðsfélögunum.

Sóknarmaðurinn Thomas Muller fékk þó mestu athyglina enda átti hann 28 ára afmæli og fékk að sjálfsögðu afmælissönginn.

Þegar leikmenn höfðu klárað úr glösunum hófst undirbúningurinn fyrir næsta leik en Bæjarar mæta Mainz á Allianz Arena á laugardaginn. Þeir töpuðu síðasta deildarleik gegn Hoffenheim, eru með sex stig eftir þrjá leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner