Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. september 2017 14:40
Elvar Geir Magnússon
Sigurður Óli dæmir leik KA og Vals
Sigurður Óli tók við flautuna af Gunnari Jarli á leik Víkings og Stjörnunnar.
Sigurður Óli tók við flautuna af Gunnari Jarli á leik Víkings og Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Óli Þórleifsson er dómari á leik KA og Vals í Pepsi-deild karla á morgun en þetta er fyrsti leikur hans í deildinni í sumar sem aðaldómari.

Hann hefur einu sinni áður verið aðaldómari í Pepsi-deild karla en það var í lokaumferðinni 2015.

Sigurður Óli dæmdi þó stóran hluta af leik Víkings R. og Stjörnunnar í síðustu umferð þar sem hann leysti Gunnar Jarl Jónsson af hólmi eftir að Gunnar fór meiddur af velli.

Gunnar er á meiðslalistanum og dæmir ekki á morgun en þá verður 19. umferðin leikin á einu bretti.

Hér að neðan má sjá hverjir verða með flauturnar á morgun.

fimmtudagur 14. september
17:00 KA-Valur (Akureyrarvöllur) - Sigurður Óli Þórleifsson
17:00 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur) - Ívar Orri Kristjánsson
17:00 ÍBV-Grindavík (Hásteinsvöllur) - Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
17:00 Fjölnir-ÍA (Extra völlurinn) - Guðmundur Ársæll Guðmundsson
17:00 Víkingur R.-FH (Víkingsvöllur) - Pétur Guðmundsson
19:15 Stjarnan-Víkingur Ó. (Samsung völlurinn) - Þóroddur Hjaltalín
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner