Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 13. september 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Tevez fær ekki að spila - Er of þungur
Tevez er í basli í Kína.
Tevez er í basli í Kína.
Mynd: Getty Images
Wu Jingui, nýr þjálfari Shanghai Shenhua í Kína, segir að Carlos Tevez fái ekki að spila með liðinu fyrr en hann kemst í betra form.

Tevez varð launahæsti leikmaður í heimi þegar hann gekk í raðir Shanghai Shenhua í fyrra en hann fær 610 þúsund pund í laun á viku.

Argentínumaðurinn hefur hins vegar einungis skorað tvö mörk í fimmtán leikjum í Kína. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn og nú er Tevez orðinn alltof þungur.

„Hann er ekki tilbúinn líkamlega. Hann er ekki í formi til að spila. Hann er of þungur eins og (Fredy) Guarin. Ég verð að bera ábyrgð á liðinu og leikmönnunum," sagði Jingui.

„Ef þú getur ekki gert þitt allra besta þá er tilgangslaust að velja þig í liðið. Ég hef þjálfað margar stórar stjörnur og ég vel leikmenn aldrei í liðið bara út af fyrri afrekum."
Athugasemdir
banner