Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. október 2015 13:30
Magnús Már Einarsson
Alexander Veigar og Hlynur Hauks fara frá Þrótti
Hlynur Hauksson.
Hlynur Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinstri bakvörðurinn Hlynur Hauksson og miðjumaðurinn Alexander Veigar Þórarinsson verða ekki með Þrótti í Pepsi-deildinni næsta sumar.

„Alex Veigar er fluttur til Danmerkur eftir að samningur hans rann út og hann verður ekki með okkur. Hlynur er að flytja til Spánar og verður heldur ekki með okkur næsta sumar," sagði Gregg Ryder þjálfari Þróttar við Fótbolta.net í dag.

Alexander Veigar skoraði tvö mörk í sextán leikjum þegar Þróttur komst upp úr 1. deildinni í sumar. Þetta var annað tímabil hans með liðinu en hann hefur áður leikið með BÍ/Bolungarvík, Grindavík og Fram.

Hlynur var fastamaður í vinstri bakverðinum hjá Þrótti í sumar en hann var að leika sitt fjórða tímabil með liðinu. Hann er líkt og Alexander á 27. aldursári.

Þá er óvíst með framtíð Omar Koroma hjá Þrótti en þessi enski framherji skoraði tvö mörk í átján leikjum í sumar.

„Omar var einungis með samning út þetta tímabilið. Hann varð betri og betri eftir því sem á leið tímabilið og við munum skoða mál hans betur eftir jól," sagði Gregg.
Athugasemdir
banner
banner
banner