þri 13. október 2015 15:32
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið U21 landsliðsins: Árni inn fyrir Ævar
Leikurinn í beinni textalýsingu
Árni Vilhjálmsson byrjar í dag.
Árni Vilhjálmsson byrjar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 árs landsliðið mæt­ir Skot­um í undan­keppni EM á Pittodrie Stadi­um í Aber­deen. Flautað verður til leiks klukkan 16:45 að íslenskum tíma.

Íslenska liðið hef­ur byrjað undan­keppn­ina mjög vel en eft­ir fjóra leiki í riðlin­um tróna Íslend­ing­ar á toppn­um með 10 stig.

Skot­ar er með 3 stig eft­ir tvo leiki en þeir töpuðu á heima­velli fyr­ir Frökk­um á laug­ar­dag­inn þar sem ís­lenski hópurinn var meðal áhorfenda.

Smelltu hér til að fara i beina textalýsingu frá leiknum

Byrjunarlið Íslands má sjá hér að neðan. Ævar Ingi Jóhannesson er meiddur og inn í byrjunarliðið kemur Árni Vilhjálmsson sem skoraði sigurmarkið gegn Úkraínu á dögunum.

Byrjunarlið Íslands:
1. Frederik Schram (m)
2. Adam Örn Arnarson
3. Oliver Sigurjónsson (f)
4. Orri Sigurður Ómarsson
5. Hjörtur Hermannsson
6. Böðvar Böðvarsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Sindri Björnsson
9. Elías Már Ómarsson
10. Aron Elís Þrándarson
11. Árni Vilhjálmsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner