Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. október 2015 15:30
Magnús Már Einarsson
Dion áfram hjá Þrótti - Liðsstyrkur á leiðinni
Dion Acoff.
Dion Acoff.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn eldfljóti Dion Acoff verður með Þrótturum í Pepsi-deildinni næsta sumar nema félagið fái tilboð erlendis frá.

Dion fór á kostum þegar Þróttur komst upp úr 1. deidlinni í sumar en hann var valinn í lið ársins í deildinni. Dion var í sumar orðaður við Breiðablik en Þróttarar ætla ekki að leyfa honum að fara í annað félag í Pepsi-deildinni.

„Dion er samningsbundinn Þrótti í ár til viðbótar og við erum mjög nálægt því að framlengja þann samning um tvö ár til viðbótar," sagði Gregg Ryder þjálfari Þróttar við Fótbolta.net í dag.

„Eini möguleikinn á að Dion verði ekki hjá Þrótti er ef við fáum tilboð að utan. Hann vill vera hjá Þrótti og hann elskaði að vera hjá okkur á síðasta tímabili. Ef hann fær tækifæri á að spila erlendis þá styðjum við það, eins og með aðra leikmenn."

Þróttarar ætla að styrkja leikmannahóp sinn en félagið er á leið í viðræður við sjö leikmenn.

„Við munum klárlega fá leikmenn. Við ætlum að styrkja liðið því að við ætlum að leggja allt í þetta á næsta tímabili, við ætlum ekki bara að vera með," sagði Gregg sem var að koma aftur til Íslands eftir frí erlendis.

„Ég er kominn aftur til Íslands í þrjá daga og á þeim tíma á ég sjö fundi með mismunandi leikmönnum. Ég reikna ekki með að fá þá alla, þar sem sumir þeirra spila sömu stöðum, en að minnsta kosti tveir eða þrír þeirra verða leikmenn Þróttar fljótlega. Við munum einnig fá erlenda leikmenn eftir jól."

Viktor Jónsson var markahæstur hjá Þrótti í sumar en hann skoraði tuttugu mörk. Viktor var í láni frá Víkingi en ætla Þróttarar að reyna að kaupa hann?

„Staðan með Viktor er sú að hann er með U21 árs landsliðinu núna og þarf að einbeita sér 100% að því. Allar truflanir varðandi félagaskipti eru óþarfar þegar hann er að spila með landsliðinu," sagði Gregg.
Athugasemdir
banner
banner