Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 13. október 2015 20:47
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands í Tyrklandi - Kári bestur
Icelandair
Úr leiknum í Konya í kvöld.
Úr leiknum í Konya í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði 1-0 gegn Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM í kvöld. Tyrkir skoruðu sigurmarkið undir lokin og tryggðu sér um leið sæti á EM.

Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net fyrir leikinn en Kári Árnason er maður leiksins.

Ögmundur Kristinsson – 6
Var í boltanum í sigurmarkinu sem kom beint úr aukaspyrnu. Hefði mögulega átt að gera betur þar.. Hafði í raun ekki mikið að gera og þurfti ekki að taka eina einustu alvöru markvörslu ef svo má að orði komast. Hins vegar öruggur í sínum aðgerðum og gott að vita að við eigum fleiri en einn markvörð sem við getum sannarlega treyst á.

Birkir Már Sævarsson – 7
Var flottur varnarlega og menn komust ekki framhjá honum. Var hins vegar ekkert allt of aktívur sóknarlega. Fínn leikur hjá honum samt og gaman að sjá hvað hann hefur tekið bakvarðarstöðuna vel eftir að hann endurheimti sæti sitt.

Kári Árnason – 8 - Maður leiksins
Algjör vél sem skallaði allt í burtu sem skalla þurfti. Var þar að auki bara mjög öflugur í vörninni á allan hátt og Tyrkir náðu í raun ekki að skapa sér neitt færi. Fékk vissulega á sig aukaspyrnuna sem endaði með tyrkneska sigurmarkinu en það var aldrei brot.

Ragnar Sigurðsson – 8
Líkt og Kári var Ragnar mjög öflugur í þessum leik. Stóð eins og klettur í vörninni allan tímann og Tyrkirnir voru engan veginn að komast framhjá honum.

Ari Freyr Skúlason – 7
Var virkilega flottur bæði varnarlega og sóknarlega. Var að vinna vel með Jóhanni Berg á köflum og var ekki mikið fyrir að hleypa mönnum framhjá sér.

Birkir Bjarnason – 5
Var vinnusamur en það kom ekki nógu mikið úr hans leik. Hann var með aðeins of mikið af slökum sendingum og eyðilagði nokkrar álitlegar sóknir.

Aron Einar Gunnarsson – 7
Var virkilega öflugur í vörninni en vantaði stundum upp á í ákvörðunartökunni fram á við. Átti 1-2 slæmar sendingar þegar hann gat komið mönnum í ansi hættuleg færi.

Gylfi Þór Sigurðsson – 6
Gylfi hefur svo sannarlega átt betri leiki en þessa. Hann var eiginlega ósýnilegur og föstu leikatriðin voru ekki alveg nógu góð miðað við það sem maður er vanur frá honum.

Jóhann Berg Guðmundsson – 6
Var nokkuð duglegur fram á við og náði að koma með nokkra hættulega bolta fyrir en hlutirnir gengu stundum ekki upp.

Jón Daði Böðvarsson – 6
Hljóp og djöflaðist í sífellu en það kom í raun ekki mikið út úr honum sóknarlega. Fékk vissulega ekki úr miklu að moða.

Kolbeinn Sigþórsson – 6
Vann nokkra skallabolta þegar löngum boltum var dælt fram á við en gerði annars ekki mikið. Líkt og Jón Daði var hann kannski óheppinn að fá ekki úr meiru að moða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner