Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 13. október 2015 21:52
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Lars Lagerback: Fannst við verðskulda meira
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við verðskulda meira. Leikmennirnir spiluðu vel og við vorum að minnsta kosti jafn góðir og þeir. Við fengum líka færi," sagði Lars Lagerback við Fótbolta.net eftir 1-0 tapið gegn Tyrkjum í kvöld.

„Ég er mjög svekktur yfir úrslitunum en við erum konmir áfram og það er frábært hjá leikmönnunum. Það hefur verið frábært að taka þátt í þessu ferðalagi."

Lestu um leikinn: Tyrkland 1 -  0 Ísland

Ísland krækti í tvö stig í síðustu þremur leikjunum í undankeppninni í EM en Lars hefur ekki áhyggjur af því.

„Leikurinn gegn Kasakstan var góður. Við stjórnuðum honum og vissum að stig væri nóg. Sá leikur var í lagi. Seinni hálfleikurinn gegn Lettlandi var mjög lélegur. Þetta er andlegt þegar við erum komnir áfram en strákarnir sýndu í dag að þeir vildu vinna og þeir eiga hrós skilið fyrir þennan leik," sagði Lars sem var ánægður með hugarfarið hjá leikmönnum í kvöld.

„Ég er mjög ánægður með hvernig leikmennirnir höfðu stjórn á sér. Við töluðum mikið um það fyrir leik að enginn mætti missa stjórn á sér og fá rautt spjald því að það hefði kostað bann í fyrsta leik á EM."

Ísland tryggði sætið á EM í síðasta mánuði en Lars segir erfitt að taka hápunkta úr undankeppninni.

„Við fengum fljúgandi start með því að vinna Tyrkland og Holland heima. Það var líka sérstakt að vinna Holland úti en fyrir mig er allt ferðalagið með strákunum hápunkturinn," sagði Lars.

Næstu verkefni hjá íslenska landsliðinu verða tveir vináttuleikir í næsta mánuði. „Við erum mjög nálægt því að ganga frá tveimur leikjum. Ég talaði við Geir (Þorsteinsson) í dag og ég vona að hann geti staðfest þetta í vikunni."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner