banner
   þri 13. október 2015 18:38
Elvar Geir Magnússon
Markalaust hjá U21 landsliðinu í Aberdeen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skotland 0 - 0 Ísland

Íslenska U21-landsliðið gerði markalaust jafntefli við Skotland í Aberdeen en leiknum var að ljúka.

Leikurinn var bragðdaufur og tíðindalítill.

Skotar áttu fleiri marktilraunir í leiknum en íslenska liðið hefur sýnt mikinn styrk varnarlega í undankeppninni. Frederik Schram átti níu markvörslur í leiknum samkvæmt tölfræði UEFA.

Ísland er með ellefu stig eftir fimm leiki og hefur enn ekki beðið ósigur. Næsti leikur liðsins verður ekki fyrr en í lok mars, útileikur gegn Makedóníu.

Skotar eru með fjögur stig að loknum þremur leikjum.

Skýrsla leiksins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner