Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákana
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   þri 13. október 2015 09:30
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Ólafur Ingi: Maður var bara í símanum við fjölskylduna
Icelandair
Frá æfingu íslenska landsliðsins í dag.
Frá æfingu íslenska landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður íslenska landsliðsins, er spenntur fyrir komandi leik gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 í kvöld.

Ólafur býr sjálfur í Tyrklandi og spilar í efstu deild þar í landi og getur því nokkurn veginn gert sér í hugarlund á hverju er von.

„Þetta var fínt ferðalag, það var gott að geta tekið beint flug. Það var gaman að æfa á þessum fína velli og það verður örugglega hörkustemning á morgun. Þeir eru í séns á að ná þessu þriðja sæti þannig þetta verður gaman," sagði Ólafur Ingi við Fótbolta.net, en hann viðurkennir að andrúmsloftið á vellinum gæti orðið hatrammt.

„Það gæti orðið það, það fer svolítið eftir úrslitum. Ef við vinnum þetta er ég alveg viss um að það verða einhver læti en vonandi fer þetta allt vel fram. Það er hægt að eiga von á hverju sem er."

Skelfilegur atburður átti sér stað í tyrknesku höfuðborginni Ankara á dögunum þar sem 100 manns létu lífið í hryðjuverkaárás. Ólafur spilar með Genclerbirligi í þessari sömu borg og viðurkennir að það hafi verið vond tilfinning að frétta af árásinni.

Sjálfur var hann á Íslandi með landsliðinu en fjölskylda hans var hins vegar öll stödd í Ankara þegar árásin átti sér stað. Sem betur fer voru þau fjarri sprengingunni.

„Maður var bara í símanum við fjölskylduna og sjá hvort það væri ekki allt í góðu. Við búum ekki nálægt þessu en þetta var rétt hjá vellinum okkar. Þetta er náttúrulega bara hræðilegt og maður er hálf sjokkeraður yfir þessu, að þetta sé svona nálægt manni í rauninni. Maður vonar að þetta sé endirinn að þessu," sagði Ólafur Ingi, sem segist hafa komið á svæðið sem varð fyrir árásinni.

„Eins og ég segi er þetta bara rétt við heimavöll okkar og það er stór garður þarna, þetta er mjög fjölskylduvænt svæði og það eru þarna leikvellir í kring og stór íþróttaaðstaða, bæði körfuboltavöllurinn og svo okkar völlur. Maður er hálf sjokkeraður yfir því að fólk skuli fara þetta langt í svona löguðu."

Ólafur segist hins vegar núna einbeita sér að því að vinna Tyrkina í lokaleiknum.

„Ekki spurning, við settum okkur það markmið fyrir þessa tvo leiki að við ætluðum að vinna þennan riðil. Það stendur ennþá og við erum ennþá efstir, þetta er í okkar höndum. Ef við vinnum þennan leik væri það æðislega gaman, það er frábært að fá þennan leik undir lokin," sagði Ólafur.
Athugasemdir
banner
banner
banner