Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. október 2015 14:00
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo kominn með sinn fjórða gullskó í hendurnar
Ronaldo með gullskóinnþ
Ronaldo með gullskóinnþ
Mynd: Marca
Cristiano Ronaldo fékk í dag afhentan gullskóinn sem markakóngur Evrópu síðasta tímabil.

Ronaldo skoraði 48 mörk í 35 spænskum deildarleikjum og hefur hann nú fengið fjóra gullskó Evrópu, þrjá með Real Madrid.

Hann fékk einnig gullskó Evrópu sem leikmaður Manchester United 2007-08 en enginn annar leikmaður hefur afrekað að fá þessi verðlaun fjórum sinnum.

Ronaldo var í góðum félagsskap í athöfninni í dag. Hann var með móður sinni, syni sínum, Rafa Benítez þjálfara Real Madrid, Florentino Perez forseta Real og sendiherra Portúgals á Spáni.

Ronaldo er þrítugur en hann varð markahæsti leikmaður Real frá upphafi 30. september síðastliðinn.
Athugasemdir
banner
banner