Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. október 2015 12:30
Magnús Már Einarsson
Stóri Sam: Wenger henti bindinu í jörðina
Pirrar Wenger.
Pirrar Wenger.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, nýráðinn stjóri Sunderland, segir að það sé fátt skemmtilegra en að ná góðum úrslitum gegn Arsene Wenger stjóra Arsenal.

„Auðvitað hefur Arsenal stundum unnið en við gerðum jafntefli eða unnum þá oftar en búist var við og Wenger gat ekki höndlað það," segir Stóri Sam í ævisögu sinni sem er væntanleg.

„Hann vildi ekki taka í höndina á mér einu sinni eftir leik á Highbury því að við náðum jafntefli. Ég sá hann taka bindið af sér og henda því í jörðina í reiðiskasti."

„Hann tekur öllu mjög persónulega og er hrokafullur. Hann er ekki maðurinn sem býður þér í drykk á skrifstofunni eftir leiki."

„Hann er stórkostlegur stjóri, ég neita því ekki, en því meira sem ég gat pirrað hann því skemmtilegra var það."

Athugasemdir
banner
banner
banner