Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 13. október 2015 14:30
Elvar Geir Magnússon
West Ham og VVV-Venlo í samstarf
Mynd: Getty Images
West Ham tilkynnti í morgun samkomulag við VVV-Venlo í Hollandi en félögin munu skiptast á ungum og hæfileikaríkum leikmönnum. Terry Westley, framkvæmdastjóri unglingastarfs West Ham, hefur leita að mögulegu samstarfsfélagi síðasta árið.

Westley hefur ferðast um alla Evrópu en hann telur að hollenska félagið sé með bestu aðstæður og leikstíl til að hjálpa ungum leikmönnum í akademíu West Ham að bæta sig enn frekar.

VVV-Venlo, sem leikur í hollensku B-deildinni, hefur þegar fengið leikmann lánaðan frá enska félaginu en varnarmaðurinn Sam Westley er mættur til Hollands.

West Ham segir að félagið bindi miklar vonir til samstarfsins sem muni vonandi gera það að verkum að ungir og spennandi hollenskir leikmenn komi í sínar herbúðir. VVV-Venlo vonast til að þetta samstarf hjálpi liðinu að komast aftur upp í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner