Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
   sun 13. nóvember 2016 19:30
Magnús Már Einarsson
Malta
Heimir: Þeir sköpuðu ekki opin færi allan leikinn
Icelandair
Heimir í viðtalinu á Möltu.
Heimir í viðtalinu á Möltu.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Ég er búinn að horfa á fyrri hálfleikinn aftur og það er eins og alltaf þegar maður horfir á leik aftur í sjónvarpi, þá lítur hann betur út en á hliðarlínunni," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, þegar Fótbolti.net ræddi við hann á Möltu í dag.

„Mér fannst fyrri hálfleikur vera nokkuð flottur. Við héldum þeim frá því að skapa sér opin færi allan leikinn. Mörkin þeirra eru skot fyrir utan og vel gerð. Í fyrra markinu er ekkert sem maður getur tekið í varnarleiknum og skammað mann fyrir. Í seinni markinu dettur Kári vissulega en menn voru á sínum stað og þetta var vel skotið. Mörkin eru leiðinleg. Þetta er kannski munurinn á heimsklassa leikmönnum og góðum leikmönnum. Þeir refsa þegar þeir fá tækifærið og í því lá munurinn í gær,"

Íslenska liðið fékk færi til að skora í leiknum en þau nýttust ekki að þessu sinni.

„Við fengum færi á móti þeim. Við sögðum fyrir þennan leik að eitt stig hefðu verið góð úrslit og við vorum í þeim séns fram á 90. mínútu. Við hefðum kannski þurft eitt gott fast leikatriði til að geta fengið eitthvað út úr þessum leik. Þegar leið á leikinn þá færðum við okkur framar og fengum þetta annað mark á okkur."

Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson voru ekki með leiknum í gær. Saknaði liðið þeirra mikið að mati Heimis? „Auðvitað viljum við alltaf vera með okkar sterkasta lið og þjálfarar vilja ekki breyta mikið en það er ekki hægt að ræða það. Þeir voru ekki í boði."

Í fjarveru Alfreðs og Kolbeins fór Gylfi Þór Sigurðsson af miðjunni og í fremstu víglínu en hann hjálpaði þó áfram til á miðjunni í varnarleiknum. „Við vorum aðallega að hugsa um varnarleikinn, að vera með þrjá á miðjunni á móti þessum miðjumönnum. Þeir hefðu átt auðveldara með að fara framhjá okkur ef við hefðum verið tveir á móti þremur á miðjunni. Það var hugsunin," sagði Heimir.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner