Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 13. nóvember 2017 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Buffon skammast sín fyrir ítölsku stuðningsmennina
Mynd: Getty Images
Ítalir eru að spila afar mikilvægan umspilsleik gegn Svíþjóð um sæti á HM í Rússlandi.

Svíar unnu 1-0 á heimavelli og eru ítölsku stuðningsmennirnir í stríðsham í kvöld.

Þeir eru í svo miklum ham að þeir bauluðu nokkuð hátt þegar þjóðsöngur Svía var leikinn, en Gianluigi Buffon skammaðist sín augljóslega fyrir þessa vanvirðingu og tók að klappa virkilega dátt fyrir andstæðingunum.

Buffon gæti verið að spila sinn síðasta keppnisleik fyrir Ítalíu ef þeir komast ekki til Rússlands, en staðan er markalaus í hálfleik og eru heimamenn óheppnir að vera ekki komnir yfir.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner