Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 13. desember 2017 13:03
Elvar Geir Magnússon
Amanda Staveley gæti orðið eigandi Newcastle í þessari viku
Amanda Staveley í stúkunni hjá Newcastle.
Amanda Staveley í stúkunni hjá Newcastle.
Mynd: Getty Images
Mike Ashley eigandi Newcastle er á barmi þess að selja félagið fyrir rúmlega 300 milljónir punda.

Samkvæmt frétt Daily Mirror er mögulegt að gengið verði frá sölunni fyrir vikulok en nýr eigandi verður þá viðskiptakonan Amanda Staveley.

Amanda ku vera með sterkan hóp fjárfesta á bak við sig en ekki er gefið upp hverjir það eru.

Rafa Benítez, stjóri Newcastle, vill að málin skýrist sem fyrst svo hann geti farið að vinna að leikmannakaupum í janúarglugganum. Liðið er í fallbaráttu í úrvalsdeildinni eftir að hafa tapað sex af síðustu sjö leikjum.

Ashley og Amanda funduðu á uppáhalds veitingastað hans í síðustu viku.

Ashley hefur átt Newcastle í áratug og upplifað tvö föll úr ensku úrvalsdeildinni og tvisvar hefur liðið komist upp aftur. Besti árangurinn var fimmta sæti undir stjórn Alan Pardew.

Hann er ekki vinsæll meðal stuðningsmanna Newcastle og fréttir hafa borist af því að hann og Benítez talist ekki við.

Sjá einnig:
Eigandi Newcastle drekkur af krafti: Elska að verða fullur
Athugasemdir
banner
banner