mið 13. desember 2017 10:25
Elvar Geir Magnússon
Chelsea býður í Lemar - West Ham í Wilshere
Powerade
Thomas Lemar.
Thomas Lemar.
Mynd: Getty Images
Hinn stórefnilegi Jann-Fiete Arp.
Hinn stórefnilegi Jann-Fiete Arp.
Mynd: Getty Images
Slúður er ómissandi hluti af fótboltabransanum! BBC tók saman allt það helsta úr ensku götublöðunum. Ekki trúa alveg öllu sem þú lest.

Chelsea undirbýr 80 milljóna punda tilboð í franska framherjann Thomas Lemar (22) hjá Mónakó. Liverpool og Arsenal sýndu honum áhuga í síðasta sumarglugga. (L'Equipe)

David Moyes, stjóri West Ham, undirbýr janúartilboð í Jack Wilshere (25), miðjumann Arsenal. (Guardian)

Alex Sandro (26), varnarmaður Juventus, hefur sagt ítalska félaginu að hann vilji fara. Manchester United hefur áhuga en Brasilíumaðurinn ku helst vilja fara til Chelsea í janúar. (Sun)

Antoine Griezmann (26) mun líklega yfirgefa Atletico Madrid og fara til Barcelona í sumar. Franski sóknarmaðurinn hefur lengi verið orðaður við Manchester United. (Independent)

Arsenal hefur gert samkomulag um kaup á Steven Nzonzi (28) frá Sevilla á 35,3 milljónir punda í janúar. (Gol)

David Sullivan, stjórnarformaður West Ham, lofar stuðningsmönnum tveimur eða þremur nýjum leikmönnum í janúarglugganum. (London Evening Standard)

Liam Moore (24), varnarmaður Reading, gæti farið til West Ham. (Mirror)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, telur að hann gæti þurft að fá sér varnarmann í janúarglugganum til að Manchester City lendi ekki í vandræðum. (Guardian)

Tottenham og Everton eru meðal félaga sem fylgjast með Jann-Fiete Arp (17), sóknarmanni Hamborg. Hann varð fyrsti leikmaðurinn sem fæddur er á 21. öldinni til að skora í þýsku Bundesligunni. (Mirror)

Manchester United, Arsenal og Tottenham hafa áhuga á þýska U21 landsliðsmiðjumanninum Nadiem Amiri hjá Hoffenheim. (Sun)

Bayer Leverkusen hefur hafnað 22 milljóna punda tilboði frá Chelsea í jamaíska vængmanninn Leon Bailey (20). (Daily Mail)

Thomas Meunier (26), bakvörður Paris St-Germain, hefur gefið í skyn á Twitter að hann hefur áhuga á að fara til Manchester United. (Daily Express)

Gerard Deulofeu (23), fyrrum vængmaður Everton, gæti farið til Napoli frá Barcelona á láni. Hann hefur ekki náð að vinna sér inn fast sæti á Nývangi. (Rai Sport)

Barcelona færist nær því að krækja í kólumbíska varnarmanninn Yerry Mina (23) sem gæti orðið arftaki Javier Mascherano (33). (AS)

Leikmenn Charlton fá refsingu frá knattspyrnustjóranum Karl Robinson eftir að þeir settu inn myndir á samfélagsmiðla frá jólapartíi, örfáum klukkustundum eftir tap gegn Portsmouth. (London Evening Standard)

Lucas Piazon (23), lánsmaður frá Chelsea, er mættur aftur til æfinga hjá Fulham eftir fótbrot í leik gegn Leeds í ágúst. (GetWestLondon)
Athugasemdir
banner
banner
banner