Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. desember 2017 11:30
Elvar Geir Magnússon
Hópurinn sem fer til Indónesíu opinberaður á föstudag
Icelandair
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá fréttamannafundi í Indónesíu sem haldinn var vegna komandi landsleikja Íslands og Indónesíu.
Frá fréttamannafundi í Indónesíu sem haldinn var vegna komandi landsleikja Íslands og Indónesíu.
Mynd: Knattspyrnusamband Indónesíu
Á komandi ári leikur Ísland tvo vináttulandsleiki gegn Indónesíu og fara þeir fram í Indónesíu 11. og 14. janúar. Leikirnir verða leiknir utan alþjóðlegra leikdaga FIFA og verður íslenski landsliðshópurinn því að mestu skipaður leikmönnum sem spila á Norðurlöndunum.

KSÍ hefur boðað til fréttamannafundar á föstudaginn þar sem íslenski landsliðshópurinn verður opinberaður.


Þetta verður í fyrsta sinn sem liðin tvö mætast en Indónesía er ekki hátt skrifað í alþjóðlegum fótbolta og situr í 154. sæti FIFA-listans. Liðið hefur þó verið að klífa upp listann síðustu tvö ár.

Indónesía er að undirbúa U23 lið sitt fyrr Asíuleikana næsta sumar. Liðið sem leikur gegn Íslandi verður því að mestu eða öllu leyti skipað leikmönnum 23 ára og yngri.

„Þetta er hlýtt land og það er fínt að vera með óreyndari hóp á svona stað þar sem við getum eytt góðum tíma í æfingar, spjall og kannski á aðeins rólegra tempói. Á margan hátt er þetta frábær ferð þó ferðalagið sé langt," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í viðtali við Fótbolta.net nýlega.

Hvað vill Heimir fá út úr verkefni sem þessu?

„Þarna eru strákar sem við vitum að geta komist í landsliðshópinn. Þetta eru yfirleitt yngri leikmenn og leikmenn sem hafa fengið minni spiltíma. Við viljum að leikmenn sem töldu að þeir ættu ekki möguleika á að fara til Rússlands sjái að það er möguleiki. Það er hálft ár þar til valið verður í lokakeppnina og það getur margt gerst á þeim tíma, sérstaklega hjá yngri leikmönnum. Menn geta farið á flug á styttri tíma en það."
Athugasemdir
banner
banner
banner