mið 13. desember 2017 16:55
Elvar Geir Magnússon
Kassim Doumbia til Maribor (Staðfest)
Kassim í bikarúrslitaleiknum í sumar.
Kassim í bikarúrslitaleiknum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Kassim Doumbia er genginn í raðir slóvensku meistarana í Maribor. Kassim gerði þriggja ára samning við félagið.

Hinn 27 ára gamli Kassim er frá Malí en hann hefur leikið með FH undanfarin fjögur tímabil.

Samtals skoraði Kassim ellefu mörk í 83 leikjum í deild og bikar á ferli sínum með FH.

Hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2015 og 2016.

Maribor var í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Liðið mætti Kassim og félögum í FH í undankeppninni og vann þá samtals 2-0 sigur í einvíginu.

Doumbia er ekki eini leikmaðurinn sem Maribor tilkynnti í dag því markvörðurinn Kenan Piric er einnig genginn í raðir félagsins.



Athugasemdir
banner
banner