mið 13. desember 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mun Lazio hætta í Seríu A?
Mynd: Getty Images
Svo gæti farið að Lazio dragi sig úr Seríu A eftir leik liðsins gegn Torino á mánudagskvöld.

Leikmenn Lazio voru öskureiðir eftir 3-1 tap liðsins gegn Torino á eigin heimavelli í mánudaginn.

Staðan var markalaus í hálfleik eftir mikla baráttu, en Ciro Immobile, sem hefur verið funheitur á tímabilinu, fékk beint rautt spjald rétt fyrir leikhlé. Hans var sárt saknað í seinni hálfleiknum.

Sóknarmaðurinn sparkaði boltanum í hendi varnarmanns áður en hann skaut knettinum í stöngina. Þegar boltinn var kominn út af ákvað Immobile að biðja um myndbandstækni til að fá vítaspyrnu og tók upp á því að rífast við Nicolas Burdisso, varnarmann Torino. Það endaði með því að Immobile fék að líta rauða spjaldið eftir að dómarinn hafði notið aðstoðar myndbandstækni.

Nú eru samsæriskenningar komnar á loft um að ítalska úrvalsdeildin sé visvítandi að skemma fyrir Lazio og samkvæmt Premium Sport er félagið alvarlega að íhuga að draga sig úr keppni í deildinni. Forseti félagsins, Claudio Lotito, er nú að skoða möguleikana.



Athugasemdir
banner
banner