banner
   mið 13. desember 2017 16:24
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Hausinn á Marcos Rojo heftaður
Rojo fær aðhlynningu.
Rojo fær aðhlynningu.
Mynd: Getty Images
Það blæddi duglega úr höfði argentínska varnarmannsins Marcos Rojo þegar hann fékk harkalegt höfuðhögg í leik Manchester City og Manchester United síðasta sunnudag.

Hann lenti í árekstri við David Silva í fyrri hálfleik. Hann fékk aðhlynningu og kom aftur inn með sárabindi um höfuðið en þurfti svo að yfirgefa völlinn í hálfleik.

Rojo hefur nú birt mynd af sárinu sem hann hlaut og þar sést að hefta þurfti í höfuð hans á tveimur stöðum.

Umrædda mynd má sjá hér að neðan.

Manchester United tapaði leiknum gegn City og er nú ellefu stigum frá City sem trónir á toppnum. United mætir Bournemouth í kvöld og vildi Jose Mourinho hvorki játa né neita því hvort Rojo yrði með í þeim leik.

„Hann er hugrakkur strákur, sjáum til. Ef hann getur ekki spilað þá höfum við aðra stráka," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner