Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. janúar 2018 13:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert allt í öllu í sigri Íslands á Indónesíu
Icelandair
Albert átti magnaðan leik.
Albert átti magnaðan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Indónesía 1 - 4 Ísland
1-0 Ilham Udin Armayn ('29 )
1-1 Albert Guðmundsson ('45 )
1-2 Arnór Smárason ('58 )
1-3 Albert Guðmundsson ('65 , víti)
1-4 Albert Guðmundsson ('71 )

Albert Guðmundsson sýndi það og sannaði fyrir landsmönnum að hann kann sitt hvað í fótbolta. Hann byrjaði á varamannabekknum hjá Íslandi í vináttulandsleik gegn Indónesíu í dag en kom inn á þegar 27 mínútur voru liðnar af leiknum.

Stuttu eftir að Albert kom inn á komst Indónesía yfir eftir klaufaleg mistök hjá Rúnari Alexi Rúnarssyni í marki Íslands. Hann missti fyrirgjöf fyrir fætur sóknarmanns Indónesíu sem átti ekki í miklum erfiðuleikum með að skora. Rúnar Alex baðst afsökunar á mistökum sínum og íslenska liðið ætlaði ekki að tapa.

Títtnefndur Albert jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks með flottu marki og staðan 1-1 í hálfleik.

Á 58. mínútu kom Skagamaðurinn Arnór Smárason Íslandi 2-1 yfir og þá var komið að Alberti að skorað sitt annað og þriðja landsliðsmark. Annað mark hans kom úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Hann var svellkaldur á punktinum og skaut á mitt markið.

Hann fullkomnaði svo þrennuna með virkilega fallegu marki. Hann slapp einn í gegn, hristi af sér varnarmann og kláraði vel.

Frábær sigur Íslands staðreynd og góð ferð til Indónesíu á enda. Næsta verkefni er í Bandaríkjunum í mars.
Athugasemdir
banner
banner