sun 14. janúar 2018 16:20
Elvar Geir Magnússon
Aubameyang enn og aftur í agabann
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Framtíð Pierre-Emerick Aubameyang er í mikilli óvissu eftir að sóknarmaðurinn var skilinn eftir utan hóps Borussia Dortmund sem mætir Wolfsburg í þýsku deildinni klukkan 17.

Þessi 28 ára landsliðsmaður Gabon er í agabanni en þetta er i annað sinn á tímabilinu sem hann er ekki í hóp vegna agabrots.

Á síðasta tímabili fór hann einnig í agabann hjá Dortmund.

Þýska blaðið Bild segir að Aubameyang hafi ekki mætt á liðsfund í gær og því sé hann ekki í leikmannahópnum í dag.

Aubameyang var markakóngur þýsku deildarinnar í fyrra en sögusagnir eru um að hann gæti fært sig um set núna í janúarglugganum. Hann hefur meðal annars verið orðaður við peningana í Kína.

Dortmund er í fjórða sæti þýsku deildarinnar, sextán stigum á eftir toppliði Bayern München.


Athugasemdir
banner
banner
banner