Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. janúar 2018 15:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Bournemouth lagði vængbrotið lið Arsenal
Bournemouth fagnar hér sigurmarki sínu. Það gerði Jordon Ibe, fyrrum leikmaður Liverpool.
Bournemouth fagnar hér sigurmarki sínu. Það gerði Jordon Ibe, fyrrum leikmaður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Bournemouth 2 - 1 Arsenal
0-1 Hector Bellerin ('52 )
1-1 Callum Wilson ('70 )
2-1 Jordan Ibe ('74 )

Bournemouth gerði sér lítið fyrir og skellti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Alexis Sanchez var ekki með Arsenal þar sem framtíð hans er í óvissu. Hann er sagður á leið til Manchester United. Lið Arsenal var vængbrotið, það vantaði líka Mesut Özil.

Fyrri hálfleikurinn var ekki góður og endaði hann markalaus. Í upphafi seinni hálfleiksins kom Arsenal yfir með marki Hector Bellerin eftir góðan undirbúning frá Alex Iwobi.

Arsenal leiddi fram á 70. mínútu en þá breyttist leikurinn skyndilega. Callum Wilson jafnaði metin og stuttu síðar skoraði Jordon Ibe sigurmark Bournemouth.

Lokatölur urðu 2-1 og risastór sigur fyrir Bournemouth staðreynd. Bournemouth er í 13. sæti deildarinnar með 24 stig á meðan Arsenal er í sjötta sætinu með 39 stig og færist fjær Meistaradeildarsæti. Stuðningsmenn liðsins eru allt annað en sáttir þessa stundina!



Athugasemdir
banner
banner
banner