Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 14. janúar 2018 09:00
Ingólfur Stefánsson
Guardiola: Við erum ekki búnir að vinna titilinn
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola stjóri Manchester City vill ekki tala um liðið sitt sem komandi Englandsmeistara.

City hafa enn ekki tapað leik á tímabilinu og eru með 15 stiga forskot á toppi deildarinnar.

„Í íþróttum getur allt gerst. Auðvitað getum við tapað titlinum því þú veist aldrei hvað gerist í næstu 13 eða 14 leikjum. Ef við höldum okkar spilamennsku áfram líkt og hún hefur verið þá eigum við auðvitað séns en maður veit aldrei."

„Ef við förum að spila illa og missum sjálfstraust er aldrei að vita hvað gerist. Kannski lendum við í því og ef það gerist mun ég taka í hendina á andstæðing mínum og óska honum til hamingju með það að vera meistari."


Liðið mætir Liverpool á Anfield í dag. Liverpool hafa ekki tapað í síðustu 13 deildarleikjum og Guardiola segir að liðið sé að spila eins og þeir gerðu á gullaldarárum sínum.

„Klopp er meistari í skyndisóknum. Þeir eru komnir í færi með 3-4 snertingum. Þeir eru að spila eins og Liverpool spilaði á áttunda áratugnum, flottan sóknarbolta. Þá voru þeir bestir í Evrópu."

„Við erum að reyna að gera svipaða hluti, við viljum vera bestir."

Athugasemdir
banner
banner
banner