sun 14. janúar 2018 22:45
Fótbolti.net
Kjarnafæðismótið: Þórsarar með nauman sigur á Fáskrúðsfirðingum
Ármann Pétur Ævarsson
Ármann Pétur Ævarsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Leiknir F 2 – 3 Þór
0-1 Aron Kristófer Lárusson (´8)
0-2 Ármann Pétur Ævarsson (´35)
0-3 Sveinn Elías Jónsson (´42)
1-3 Almar Daði Jónsson (´59)
2-3 Arkadiusz Jan Grzelak (´85)

Í dag fór fram leikur Leiknis F og Þórs, við góðar aðstæður í Boganum. Þórsarar hófu leikinn betur og fyrsta alvöru færi leiksins átti Jónas Björgvin Sigurbergsson eftir fyrirgjöf frá Aroni Kristófer Lárussyni. Skalli Jónasar fór rétt yfir. Jónas hélt síðan áfram að ógna marki Leiknismanna og átti gott skot sem fór rétt framhjá.

Þessi pressa endaði marki á 8. mínútu þegar Aron Kristófer skoraði eftir klafs í teig Leiknis. Unnar Ari leikmaður leiknis var fyrstur til að fá áminningu í leiknum en á 10min braut hann gróflega af sér og fékk réttilega gult.

Þórsarar urðu fyrir miklu áfalli á 29. mínútu þegar Jónas Björgvin fer uppí skallaeinvígi og lendir illa. Hann var síðan borinn af velli og leit þetta ekki vel út fyrir Þór og Jónas. Ökklin kom illa útúr þessu en vonandi nær hann sér fljótt. Jakob Snær kom inná og tók stöðu Jónasar á vellinum.
Aron Lárusson sendi boltann fyrir markið á 35. mínútu og beint á kollinn á Ármanni Pétri sem skallaði boltann laglega í markið og staðan orðin 0-2 Þór í vil.

Aron var aftur mættur með boltann á 42. mínútu og þá kom enn og aftur fyrirgjöf frá honum og nú barst boltinn á Svein Elías Jónsson sem afgreiddi boltann vel, staðan orðin 0-3. Þórsarar miklu betri aðilinn þegar flautar var til leikhlés.

Leiknismenn mættu mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og var Povilas Krasnovskis duglegur að koma sér í færi en náði því miður ekki fyrir Leiknismenn að nýta þau. Aron Lárusson nældi sér svo í gult spjald á 48. mínútu fyrir gróft brot við hliðarlínu en Leiknismenn náðu ekki að nýta sér þá aukaspyrnu.
Almar Daði minnkaði munin fyrir Leikni á 59. mínútu í 1-3 eftir klafs í teig þar sem Aron Birkir í marki Þórs virtist missa boltann frá sér. Leiknismenn settu þá meiri pressu á Þór í von um að jafna leikinn. En fátt markvert gerðist næstu mínútur.

Mark dagsins kom síðan á 84. mínútu þegar Arkadiusz Jan tók boltann á 30 metra færi og negldi honum í vinkilinn fjær, óverjandi fyrir Aron í marki Þórs. Staðan því orðin 2-3.

Leiknismenn pressuðu áfram og reyndu að sækja stig. Loftur Páll braut klaufalega af sér út við hliðarlínu og fékk gult spjald á 92. mínútu, en enn og aftur fóru Leiknismenn illa með föst leikatriði og leikurinn fjaraði út. Lokatölur 2-3 fyrir Þór í fínum fótboltaleik.

Maður leiksins: Aron Kristófer Lárusson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner