Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 14. janúar 2018 18:48
Arnar Geir Halldórsson
Klopp: Efast um að Man City tapi fleiri leikjum
Klopp á hliðarlínunni í dag
Klopp á hliðarlínunni í dag
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var að vonum hátt uppi eftir að hafa séð lið sitt vinna 4-3 sigur á Man City í spennuþrungnum og stórskemmtilegum leik.

Liverpool varð þar með fyrsta liðið til að leggja Man City að velli í ensku úrvalsdeildinni í vetur og Klopp er sannfærður um að þetta muni reynast eina tap City á þessari leiktíð.

„Maður getur horft á þetta sem knattspyrnustjóri eða sem fótboltaáhugamaður og ég ætla að velja seinni kostinn. Vá, þvílíkur leikur. Tvö lið sem gáfu allt í þetta. Þetta var sögulegur leikur sem verður talað um næstu 20 árin því ég efast um að City tapi fleiri leikjum á þessu tímabili," segir Klopp

„Fólk út um allan heim var að horfa á leikinn og það horfir til að sjá svona leiki."

„Þegar þú blandar saman svona miklum gæðum við alla þessa ákefð þá færðu svona leik. Ég naut þess að horfa á þetta. Þið munuð finna einhverja sem vilja tala um varnarleik, að halda hreinu og svo framvegis en mér gæti ekki verið meira sama,"
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner