Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. janúar 2018 15:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Gátum ekki tekið áhættuna með Van Dijk
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk er ekki í leikmannahópi Liverpool sem mætir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Van Dijk er að glíma við meiðsli, en Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir þau ekki alvarleg.

„Hann er að glíma við smávægileg meiðsli, þau eru ekki alvarleg en hann getur ekki spilað í dag," sagði Klopp fyrir leikinn.

„Hann fyrir meiðslunum strax eftir sigurinn gegn Everton. Ef þetta væri síðasti leikurinn á tímabilinu þá myndum við kannski taka áhættuna en þetta er augljóslega ekki síðasti leikurinn á tímabilinu. Þess vegna getum við ekki tekið áhættuna."

Van Dijk samdi við Liverpool í kringum jólin og varð þá dýrasti varnarmaður sögunnar þar sem Liverpool borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir hann.

Hann skoraði sigurmark í sínum fyrsta leik fyrir félagið, gegn Everton í bikarnum en nær ekki að fylgja því á eftir í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner