Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 14. janúar 2018 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kroos: Þeir sem segja það vita ekki neitt um fótbolta
Toni Kroos.
Toni Kroos.
Mynd: Getty Images
Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid, segir að liðið verði nú að setja sér það markmið að ná Meistaradeildarsæti.

Gengi Spánar- og Evrópumeistaranna heima fyrir hefur verið mjög slæmt og er liðið nú 16 stigum frá ekifjendum sínum í Barcelona sem situr á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.

„Við verðum að einbeita okkur að því að ná Meistaradeildarsæti," sagði Kroos við BeIN Sports.

„Það er erfitt að vinna upp 16 stiga forskot og núna getum við ekki hugsað um neitt annað en næsta leik. Við verðum að fara að safna stigum í pokann"

Real Madrid tapaði 1-0 á heimavelli gegn Villareal í gær en eftir leik birti Kroos tíst þar sem hann sagði: „Það er satt að þetta er erfiður tími fyrir okkur. En allir sem segja að við höfum spilað illa í dag vita ekki neitt um fótbolta. Þetta var góð frammistaða og við verðum að halda áfram."



Athugasemdir
banner
banner