Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. janúar 2018 17:04
Arnar Geir Halldórsson
Tilkynnt um framtíð Sanchez á næstu tveimur sólarhringum
Er Sanchez að kveðja Wenger og félaga?
Er Sanchez að kveðja Wenger og félaga?
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, staðfestir að tíðinda sé að vænta af framtíð Alexis Sanchez á allra næstu klukkutímum.

Sanchez var ekki í leikmannahópi Arsenal í dag þegar liðið beið lægri hlut fyrir Bournemouth á útivelli.

„Ég hefði getað valið Alexis en þetta er erfiður tímapunktur. Hann hefur alltaf verið fullkomlega skuldbundinn okkur þar til nú," sagði Wenger eftir leik og hélt áfram.

„Ákvörðun um framtíð hans gæti hafa ráðist í dag, jafnvel í gær. Það verður tilkynnt um framtíð hans á næstu 48 klukkutímum. Hans mál eru í biðstöðu og þess vegna ákvað ég að hann myndi ekki spila í dag. Það var ekki hann sem ákvað það," segir Wenger.

Allt bendir til þess að Sílemaðurinn sé að yfirgefa Lundúnarliðið og er Manchester borg talinn líklegasti áfangastaðurinn. Hins vegar er óvíst hvort að United eða City verði fyrir valinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner