sun 14. janúar 2018 17:25
Elvar Geir Magnússon
„Versta Arsenal lið í 20 ár - Og það verður mun verra"
John Cross hjá Daily Mirror.
John Cross hjá Daily Mirror.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
„Þetta er versta Arsenal lið í yfir 20 ár. Og þegar þú heldur að þetta geti ekki versnað þá er liðið að selja sinn besta leikmann," segir John Cross hjá Daily Mirror, einn þekktasti fótboltablaðamaður Englendinga.

„Arsenal veldið sem Arsene Wenger hefur byggt upp er að molna niður í kringum hann og enginn af leikmönnunum virðist tilbúinn að grafa til að bjarga stjóranum sínum."

Arsenal tapaði fyrir Bournemouth í dag en fyrir leikinn bárust fréttir af því að Alexis Sanchez væri ekki í leikmannahópnum. Hann virðist á förum.

„Engin barátta, ekkert hungur og áberandi skortur á gæðum. Ef undan er skilinn Jack Wilshere sem sýndi ástríðu og gæði sem skortir hjá svo mörgum öðrum," segir Cross.

Talað er um að Sanchez sé líklega á leið til Manchester United og mögulegt sé að Henrikh Mkhitaryan fari öfuga leið upp í kaupverðið. Cross segir að Arsenal þurfi að fá sér nýjan markvörð, varnarmann, miðjumann og sóknarmann ofan á það.

„Sanchez er búinn að gefast upp, aðrir í hópnum telja að félagið sé ekki nægilega metnaðarfullt til að fá alvöru mann í hans stað, og það sýnir sig í þeirra frammistöðu. Arsenal er orðið hryllilega mikið miðlungslið sem virðist líklegra til að enda um miðja deild en í topp fjórum."

Arsenal hefur enn ekki unnið á almanaksárinu 2018 en það er versta byrjun þeirra frá 1995, sem er árið áður en Arsene Wenger kom.

Hér má sjá brot af því sem íslenskir stuðningsmenn Arsenal höfðu að segja eftir leikinn gegn Bournemouth í dag:

Athugasemdir
banner
banner
banner