Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. febrúar 2016 15:20
Arnar Geir Halldórsson
Byrjunarlið Man City og Tottenham: Kompany byrjar
Vincent Kompany
Vincent Kompany
Mynd: Getty Images
Man City fær Tottenham í heimsókn í seinni stórleik dagsins í enska boltanum.

Í hádeginu vann Arsenal dramatískan sigur á toppliði Leicester sem þýðir að Arsenal hirti annað sætið af erkifjendum sínum í Tottenham sem þurfa sigur á Etihad leikvangnum til að endurheimta annað sæti.

Tottenham burstaði Man City á heimavelli sínum í september síðastliðnum þar sem Eric Dier, Toby Alderweireld, Harry Kane og Erik Lamela tryggðu Lundúnarliðinu 4-1 sigur en Kevin De Bruyne skoraði fyrir Man City.

Vincent Kompany snýr aftur í lið Man City eftir fjarveru vegna meiðslu og spilar við hlið Nicolas Otamendi í hjarta varnarinnar.

Byrjunarlið Man City: Hart, Zabaleta, Kompany (C), Otamendi, Clichy, Fernandinho, Fernando, Toure, Sterling, Silva, Aguero
Varamenn:Caballero, Kolarov, Demichelis, A.Garcia, M.Garcia, Celina, Iheanacho

Byrjunarlið Tottenham:Lloris (c), Walker, Alderweireld, Wimmer, Rose; Dembele, Dier; Eriksen, Alli, Son; Kane
Varamenn:Vorm, Davies, Trippier, Carroll, Chadli, Lamela, Mason
Athugasemdir
banner
banner