Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. febrúar 2016 06:00
Elvar Geir Magnússon
FC Sækó og Tindastóll fengu viðurkenningar
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, veitir FC Sækó viðurkenninguna.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, veitir FC Sækó viðurkenninguna.
Mynd: KSÍ
FC Sækó hlaut Jafnréttisverðlaun KSÍ að þessu sinni. Fótboltaverkefnið Geðveikur fótbolti og fótboltaliðið FC Sækó byrjaði í nóvember 2011 og er samstarfsverkefni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, geðdeildar Landspítalans og Hlutverkaseturs.

Verkefnið felst í því að íbúum í búsetukjörnum fyrir geðfatlaða, notendum á geðsviði Landspítalans og Hlutverkaseturs ásamt starfsfólki stendur til boða að æfa fótbolta. Markmiðið er að efla heilsu og virkni ásamt því að veita jákvæðan og uppbyggilegan félagslegan stuðning.

Verkefnið fékk strax mjög góðar viðtökur og mættu 15-20 einstaklingar að jafnaði hvern einasta mánudag og eru enn að í dag.

Tindastóll fékk Grasrótarverðlaunin
Grasrótarverðlaun KSÍ árið 2016 hlaut Ungmennafélagið Tindastóll. Tindastóll hefur um áraraðir haldið úti knattspyrnumóti fyrir bæði stráka og stelpur með miklum sóma, Landsbankamót Tindastóls fyrir stúlkur í 6. og 7. flokki og Króksmót Tindastóls fyrir drengi í 5., 6. og 7. flokki.

Dragostytturnar
Breiðablik (kvenna) og Víkingur Ólafsvík (karla) fengu Dragostytturnar á 70. ársþingi KSÍ. Þá fengu KV, KFS og Kóngarnir viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2., 3. og 4. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna.

Dragostytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik miðað við gul og rauð spjöld dómaranna. Í Pepsi-deild karla er einnig tekið tillit til háttvísismats eftirlitsmanna KSÍ. Þá eru veittar sérstakar viðurkenningar í 2., 3. og 4. deild karla og er stuðst við sömu forsendur og í 1. deild karla.
Athugasemdir
banner
banner
banner