Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. febrúar 2016 09:00
Arnar Geir Halldórsson
Fyrrum þjálfari Liverpool aðstoðar Gary Neville
Nýjasti aðstoðarmaður Gary Neville
Nýjasti aðstoðarmaður Gary Neville
Mynd: Getty Images
Pako Ayestaran, fyrrum aðstoðarþjálfari Liverpool hefur samið við Valencia um að koma inn í þjálfaralið félagsins.

Hann mun því starfa undir Man Utd goðsögninni Gary Neville sem stýrir Valencia út þetta tímabil hið minnsta.

Ayestaran þekkir til hjá Valencia því hann var aðstoðarmaður Rafa Benitez þegar Benitez var stjóri Valencia frá 2001-2004. Ayestaran fylgdi svo Benitez til Liverpool og starfaði við hlið hans á Anfield til ársins 2007.

„Pako Ayestaran mun bætast í þjálfaraliðið frá og með mánudeginum. Ég hef verið að hugsa um þetta í nokkrar vikur og við höfum spjallað saman síðustu daga. Hann verður mættur á æfingu á mánudaginn," sagði Neville við blaðamenn eftir langþráðan sigur á Espanyol í gærkvöldi.

Ayestaran er spænskur en hann hefur undanfarin ár reynt fyrir sér sem aðalþjálfari og stýrði síðast liði Santos Laguna í Mexíkó.
Athugasemdir
banner
banner
banner